Beint í efni

Stjórn Stéttarfélags bókasafns- og upplýsingafræðinga

Stjórn félagsins ber ábyrgð á rekstri félagsins, skrifstofuaðild og fjársýslu.

Stjórn SBU 2023 - 2024

Eftir aðalfund í mars 2023 skipa eftirfarandi stjórn félagsins:

Formaður

Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar, formaður (formadur@sbu.is) - Kjörtímabil 2021 - 2023

Stjórnarmenn

Ragna Björk Kristjánsdóttir varaformaður (varaformadur@sbu.is) - Kjörtímabil 2023 - 2025
Þóra Jónsdóttir, ritari (ritari@sbu.is) - Kjörtímabil 2022 - 2024
Óskar Þór Þráinsson gjaldkeri (gjaldkeri@sbu.is) - Kjörtímabil 2022 - 2024
Ingibjörg Ösp Óttarsdóttir, meðstjórnandi (medstjornandi@sbu.is) - Kjörtímabil 2023 - 2025

Varamenn

Sveinn Ólafsson, varamaður - Kjörtímabil 2023 - 2025
Anna Sjöfn Skagfjörð, varamaður - Kjörtímabil 2022 - 2024

Stjórn Stéttarfélags bókasafns- og upplýsingafræðinga

Stjórn SBU ber ábyrgð á rekstri félagsins, skrifstofuaðild og fjársýslu. Stjórnin fer með umboð félagsins til kjarasamninga.

Stjórn félagsins skal skipuð fimm fulltrúum; formanni, varaformanni, ritara, gjaldkera og meðstjórnanda sem kosnir skulu á aðalfundi. Auk þess skal kjósa tvo varamenn. Formann skal kjósa sérstaklega. Á fyrsta fundi eftir aðalfund skiptir stjórnin að öðru leyti með sér verkum.

Hlutverk stjórnar

  • Í lögum Stéttarfélags bókasafns- og upplýsingafræðinga segir um stjórn félagsins:
  • Stjórn félagsins skal skipuð fimm fulltrúum; formanni, varaformanni, ritara, gjaldkera og meðstjórnanda sem kosnir skulu á aðalfundi. Auk þess skal kjósa tvo varamenn.
  • Formann skal kjósa sérstaklega. Á fyrsta fundi eftir aðalfund skiptir stjórnin að öðru leyti með sér verkum.
  • Kjörtímabil stjórnar er tvö ár. Annað árið skal kjósa formann, tvo stjórnarmenn og einn varamann en hitt árið tvo stjórnarmenn og einn varamann.
  • Formaður boðar til stjórnarfunda og stýrir þeim. Fundi skal halda eins oft og þörf krefur. Einnig skal boða til fundar ef a.m.k. einn stjórnarmaður æskir þess og skal hann haldinn innan viku.
  • Stjórnin fer með æðsta vald í öllum málefnum félagsins milli aðalfunda og fylgir eftir lögum félagsins og er málsvari þess útávið.
  • Stjórnin gætir þess að lögum og samþykktum félagsins sé framfylgt og að kjarasamningar þess séu haldnir.

Eldri stjórnir