Beint í efni

Vilt þú taka þátt í að búa til nýtt stéttarfélag?

Stefna nýs stéttarfélags verður mótuð á opnu stefnumótunarþingi

Fyrr á þessu ári samþykkti aðalfundur SBU tillögu þess efnis að hefja viðræður við önnur stéttarfélög háskólamenntaðs fólks um að sameinast í nýtt og öflugt stéttarfélag sérfræðinga. Stjórn og starfsfólk félagsins hafa unnið að stofnun þessa nýja stéttarfélags síðan í lok mars á þessu ári. Sú vinna hefur gengið vonum framar og kl. 10:00 laugardaginn 16. september gefst félagsfólki SBU tækifæri til að taka þátt, þar sem boðað hefur verið til stefnumótunarþings nýs félags á Hilton Reykjavík Nordica.

Skráning

Við hvetjum allt félagsfólk til þess að taka þátt en til þess að gera það þá þarf að skrá sig á fundinn. Athugið að takmarkaður fjöldi getur tekið þátt en laust pláss er fyrir 70 manns og lokar skráningu þegar þeim fjölda hefur verið náð.

Dagskrá

10:00 – 10:15: Fundarstjóri opnar þingið og ávörp frá formönnum FÍF, Fræðagarðs og SBU

10:15 – 12:00: Hópavinna

  • Vinnumarkaður
  • Jafnrétti
  • Umhverfismál
  • Menntun og fræðsla

12:00 – 12:45: Hádegismatur

12:45 – 13:30: Sameinað þing, farið yfir niðurstöður hópastarfs og kosið um stefnu

13:30 – 13:50: Hópar kynna áherslur sínar

13:50 – 14:00: Þinginu slitið

Fundarstjóri er Guðrún Ragnarsdóttir ráðgjafi hjá Strategíu.