Beint í efni

SBU styrkir úkraínska flóttamenn

Með þessu vill félagið koma til hjálpar þó á litlum mælikvarða sé

Stéttarfélag bókasafns- og upplýsingafræðinga hefur ákveðið að styrkja úkraínska flóttamenn með framlagi sem svarar 5 evrum fyrir hvern félagsmann. Með þessu vill félagið koma til hjálpar, þó á litlum mælikvarða sé, fólki sem hefur þurft að þola grimmdarlegar árásir á land sitt og erfiðan flótta frá átakasvæðum.

Nokkur stéttarfélög hafa brugðist við kalli VR sem lagði fram myndarlegt framlag og skoraði um leið á önnur stéttarfélög að bregðast við á sama hátt.

Frekari upplýsingar

Við bendum áhugasömum á þessa upplýsingasíðu hjá Rauða krossi Íslands um algengar spurningar og svör varðandi komu flóttafólks til Íslands frá Úkraínu. Á þessari síðu má finna upplýsingar um það hvernig við getum sem best komið þeim til hjálpar og aðstoðar.