Beint í efni

Aðalfundarboð 2023

Aðalfundur SBU verður haldinn 3. mars frá kl. 12:00 til 13:00 í Borgartúni 6 á 4. hæð. Fundurinn er bæði stað- og fjarfundur.

Félagar sem hyggjast mæta á fundinn eru beðnir um að skrá sig.

Dagskrá

1. Skýrsla stjórnar

2. Reikningar félagsins

3. Lagabreytingar

4. Fjárhagsáætlun fyrir næsta ár og ákvörðun um félagsgjöld og önnur gjöld

5. Kosning stjórnar sbr. 5.gr.

6. Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga

7. Kosning í nefndir og til annarra trúnaðarstarfa innan félagsins

8. Önnur mál

Fundargögn

Öll fundargögn munu birtast á vefsíðu SBU í síðasta lagi einum sólarhring áður en fundur hefst. Athugið að tillögu að endurskoðuðum lögum félagsins má nú þegar finna á vefsvæði fundargagna ásamt greinargerð og verður tekin fyrir í 3. dagskrárlið fundarins.

Kosning í stjórn

Á fundinum verður kosið um sæti formanns, tvö sæti aðalmanna og eitt sæti varamanns.