Beint í efni

Aðalfundur SBU afstaðinn

SBU hélt aðalfund sinn 8. apríl sl.

Aðalfundur SBU var haldinn 8. apríl síðastliðinn, fundurinn var bæði stað- og fjarfundur.

Á fundinum fóru fram hefðbundin aðalfundastörf. Skýrsla stjórnar var kynnt, kosið var um lagabreytingar og reikningar félagsins samþykktir.

Fundargögn aðalfundar

Fundargerð og öll fundargögn fundarins má finna hér.

Á fundinum þá fór kjör í stjórn félagsins fram en Óskar Þór Þráinsson endurnýjaði umboð sitt til tveggja ára sem aðalmaður í stjórn. Þá var Þóra Jónsdóttir einnig kosin sem aðalmaður í stjórn til tveggja ára. Anna Sjöfn Skagfjörð var kosin sem varamaður stjórnar til tveggja ára.

Nýkjörin stjórn SBU 2022 til 2023 f.v. Kristjana Mjöll Hjörvar Jónsdóttir formaður SBU, Óskar Þór Þráinsson varaformaður, Þóra Jónsdóttir meðstjórnandi, Ragna BJörk Kristjánsdóttir gjaldkeri og Sveinn Ólafsson ritari.

Ívar Ólafsson lét af stjórnarstörfum og þakkar stjórn félagsins Ívari fyrir vel unnin störf.

Ívar Ólafsson fráfarandi stjórnarmaður í SBU og Kristjana Mjöll formaður.