Sækja um aðild
Fullgildir félagar geta þau orðið sem hafa lokið:
- Lokið hafa 180 eininga (ECTS) háskólaprófi, með að minnsta kosti 120 einingum í bókasafns- og upplýsingafræði eða sambærilegu prófi.
- Lokið hafa meistaragráðu í upplýsingafræði.
- Lokið hafa diplómanámi í upplýsingafræði í Háskóla Íslands ofan á aðra háskólagráðu eða sambærilegu prófi.
Félagi sem greiðir félagsgjald telst fullgildur félagi og hefur kjörgengi til embætta og atkvæðisrétt við afgreiðslu mála innan félagsins.
Háskólanemar sem eru í viðurkenndu háskólanámi í upplýsingafræði eða sambærilegu námi geta orðið félagar með takmörkuðum réttindum og skyldum. Nemaaðild veitir rétt til þátttöku í starfi SBU, málfrelsi og tillögurétt á félagsfundum en þó ekki atkvæðisrétt eða kjörgengi. Þau sem eru með nemaaðild og fá ekki greidd laun, greiða ekki félagsgjöld. Greiði háskólanemar félagsgjald af launum á námstímanum fá þeir fulla aðild að félagi og sjóðum tengdum því.
Til þess að sækja um aðild þá fyllir þú formið hér að neðan út og óskar svo eftir því við vinnuveitanda þinn að greitt sé fyrir þig í SBU.