Sækja um aðild
Fullgildir félagar geta þau orðið sem hafa lokið:
- 180 eininga (ECTS) háskólaprófi, með að minnsta kosti 120 einingum í bókasafns- og upplýsingafræði eða sambærilegu prófi.
- Meistaragráðu í upplýsingafræði ofan á aðra háskólagráðu eða sambærilegu prófi.
- Diplómanámi í upplýsingafræði í Háskóla Íslands ofan á aðra háskólagráðu eða sambærilegu prófi.
- 30 einingum í námi til meistaragráðu í upplýsingafræði ofan á aðra háskólagráðu. Sú aðild fellur niður ef umsækjandi hefur ekki lokið því námi innan fjögurra ára frá því aðildarumsókn er samþykkt.
Nemar sem lokið hafa a.m.k. 60 einingum (ECTS) í bókasafns- og upplýsingafræði geta sótt um nemaaðild. Félagsaðild er óháð starfsvettvangi, vinnuveitanda eða ráðningarformi. Félagar í SBU starfa bæði hjá ríki, sveitarfélögum og á almennum vinnumarkaði.
Til þess að sækja um aðild þá fyllir þú formið hér að neðan út og óskar svo eftir því við vinnuveitanda þinn að greitt sé fyrir þig í SBU.