Orðsending vegna ríkissamninga og atkvæðagreiðsla

Posted_on nóv 5, 2019 | 0 comments

Kæru félagsmenn SBU hjá ríkinu. Nú hafa verið haldnir fundir um allt land til að kynna nýgerðan kjarasamning við ríkið.  Hér eru helstu upplýsingar sem fram komu á fundunum: Félagið var í samvinnu með 11 öðrum félöguminnan BHM í samningaviðræðum við ríkið frá  apríl lokum til 8. október sl.. Þá höfðu verið haldnir 22 samningafundir og á margan hátt var samningafólk aftur komið á byrjunarreit. Vegna þessaafréðu 5 félög að segja sig úr samstarfinu og leita samninga, sem lauk með undirskrift nýs kjarasamnings 10 dögum síðar. Samningurinn byggir á tilboði ríkisins um samskonar samning og lífskjarasamningarnir voru, en með nokkrum breytingum. Við náðum að fá samanlagðar launahækkanir, þannig að allir fái meira en 3% hækkun á ári á samningstímanum. Fólk getur slegið inn launaflokk og þrep í reiknivél sem hefur verið kynnt í fyrri pósti, og séð hver launarþróun þess verður. Ofan á það kemur launaþróunartrygging, sem ætlað er að opinberir starfsmenn haldi í við þá þróun launa sem verður á almennum markaði. Þetta er gert í trausti þess að landið fari að rísa á næsta ári og haldi því áfram út samningstímabilið. Vinnutími verður styttur um 13 mínútur á dag, sem hljómar ekki mikið. Þetta samsvarar þó 7 vinnudögum á ári. Stofnun skal gera samkomulag við starfsfólk fyrir 1. janúar 2021 sem miði að 36 tíma vinnuviku, kjósi starfsmenn svo. Þeir þurfa þá að gefa eftir skráða kaffitíma eða eitthvað annað, því að 13 mínútur á dag samsvara aðeins 65 mínútum á viku. Stofnunin þarf að semja um hvernig styttingin er tekin út, í heilum dögum eða styttri bútum. Það er engin kvöð að gefa eftir skráða kaffitíma, en ef fólk kýs að gera svo til að stytta vinnuviku, á það enn rétt á að standa upp og fá sér kaffi, bara ekki á neinum ákveðnum tíma. Orlof verður 30 dagar fyrir alla ríkisstarfsmenn félaganna, burtséð frá aldri. Á móti verður tekin af sjálfkrafa 25% lenging á orlof tekið að vetri, það er aðeins inni ef yfirmaður hefur farið fram á að það sé tekið að vetri, eða að launþegi hefur ekki getað tekið út orlof á tilsettum tíma vegna fyrirmæla á vinnustað. Styrktarsjóður BHM, sem er fyrir starfsmenn á opinberum vinnumarkaði, hefur staðið höllum fæti vegna ásóknar í sjúkradagpeninga og fær nú aukið framlag, úr 0,55% í 0,75%, eða rúmlega þriðjungs aukningu. Samningurinn er bundinn því að framfylgt verði tillögum um breytingar á endurgreiðslum lána frá LÍN, sem þýðir að ábyrgðarmannakerfið verði lagt af og greiðslur verði gerðar léttbærari. Félagið gerir þessa samninga við þær aðstæður að ríkið hefur aðeins boðið samsvarandi samninga og lífskjarasamningana, að fólk er ófúst til verkfallsaðgerða, að opinberir starfsmenn eru ekki taldir eiga að fá neitt fram yfir það sem gerist á...

Read More

Samantekt af námsstefnu ríkissáttasemjara í Borgarnesi 1.-3. október 2018

Posted_on okt 5, 2018 | 0 comments

Þrír fulltrúar SBU fóru til námsstefnu ríkissáttasemjara í Borgarnesi, sem haldin var 1. til 3. október. Þátttakendur voru rúmlega sjötíu talsins og komu frá stéttarfélögum úr öllum geirum og frá SA. Þetta var mikilvægur hluti undirbúnings að kjarasamningagerð, en samningar á almenna markaðnum renna út nú í haust og á hjá opinberum starfsmönnum í lok mars. Það var mál manna á námsstefnunni að gott væri að hittast og fara yfir þessi mál í svona stórum hópi þar sem ólík sjónarmið komu fram. Námsstefnan var haldin einu sinni í vor og á eftir að halda hana tvisvar í haust. Hún er hugsuð til að undirbúa samninganefndir undir vinnu í kjarasamningum. Efni hennar endurspeglar þá vinnu og var farið yfir flest þau atriði sem það snerta. Hér verður ekki sagt frá námsstefnunni í tímaröð, heldur dregið saman það efni sem var farið yfir. Meginþræðir í máli fyrirlesara: Traust er grundvallaratriði. Það er áunnið með því að standa við orð sín, með því að ræða saman og hittast. Til þess þarf að sýna ákveðna berskjöldun og þreifa sig áfram með viðsemjendum til niðurstöðu. Niðurstaða hlýtur að byggjast á sameiginlegum markmiðum. Markmiðasetning í kjaraviðræðum verður að vera skýr. Trúnaður verður að ríkja innan hverrar samninganefndar, við viðsemjendur, við félagsmenn og síðust í röðinni eru aðrir í samfélaginu. Greina þarf frá því hvað er að gerast og að hverju er stefnt eins í þessari röð, enda hafa kjaraviðræður áhrif í öllu samfélaginu. Þrír fyrirlesarar fóru yfir lögfræðileg álitamál. Magnús Norðdahl frá ASÍ og Sara Lind Guðbergsdóttir frá kjara- og mannauðssýslu ríkisins fóru yfir helstu lagaheimildir sem gilda um stéttarfélög og vinnudeilur. Þau röktu hvernig þessi lög urðu til og hver tilgangur þeirra er. Þau gilda um þessa ákveðnu tegund samninga, hópsamninga og eru ólík lagaákvæðum um almenna viðskiptasamninga, enda er staða aðila mjög ólík. Lögin sem gilda um þetta eru fyrst og fremst sátt til að koma í veg fyrir átök og deilur, og skipa þeim átökum sem verða í ákveðinn lögbundinn farveg. Auk þeirra fór Arnar Jónsson héraðsdómari yfir ábyrgð samningamanna, að vinna að því að samningar takist og standa bak við þá niðurstöðu sem fæst, sem kom síðar einnig fram hjá fleiri fyrirlesurum. Hann ræddi einnig ábyrgð samningamanna gagnvart baklandi sínu, viðsemjanda og gagnvart samfélaginu, en það er ólík ábyrgð. Hann ræddi hollustuklemmu, þar sem samningamenn hafa mismunandi skuldbindingar gagnvart baklandi sínu, samninganefnd og viðsemjendum. Í máli Magnúsar kom fram að heimildir til aðgerða geta tekið til mjög lítils hluta félagsmanna og félagið getur látið þá kjósa um þær aðgerðir. Þær geta tekið til tiltekinna starfa, tiltekins tíma sólarhrings, tiltekinna hverfa eða svæða eða sem yfirvinnubann. Það þarf að vera afar skýrt í verkfallsboðun hverjir taki þátt í verkfalli og gegn hverjum verkfallið...

Read More

Jafnréttismál á Krossgötum – þrjár greinar

Posted_on okt 3, 2016 | 0 comments

Persónur á mynd. Frá vinstri: Sigrún Guðnadóttir, Hugrún R. Hjaltadóttir, Ragnheiður Bóasdóttir, Bragi Skúlason og Alda Hrönn Jóhannsdóttir Jafnréttismál á krossgötum Er launamunur kynjanna náttúrulögmál? Grein 1 Alda Hrönn Jóhannsdóttir, formaður Stéttarfélags lögfræðinga Bragi Skúlason, formaður Fræðagarðs Hugrún R. Hjaltadóttir, formaður Félags íslenskra félagsvísindamanna Ragnheiður Bóasdóttir, formaður Félags háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins Sigrún Guðnadóttir, formaður Stéttarfélags bókasafns- og upplýsingafræðinga Fjörutíu ár eru síðan lög um jafnrétti kvenna og karla nr. 78/1976 voru samþykkt frá Alþingi. Þar segir: „Tilgangur laga þessara er að stuðla að jafnrétti og jafnri stöðu kvenna og karla”. Þessi texti er í samræmi við 65 gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands, þar sem segir: „Allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti. Konur og karlar skulu njóta jafns réttar í hvívetna“. Því er spurt hvað er jafnrétti kynja? Getum við 40 árum síðar sagt að konur og karlar á Íslandi hafi jafna stöðu í samfélaginu? Merkti jöfn staða eða jafnrétti eitthvað annað fyrir 40 árum en núna? Frá því umrædd lög voru sett fram hafa komið aðrir lagatextar um sama efni og nú gilda lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 10/2008. Þar segir „Markmið laga þessara er að koma á og viðhalda jafnrétti og jöfnum tækifærum kvenna og karla og jafna þannig stöðu kynjanna á öllum sviðum samfélagsins. Allir einstaklingar skulu eiga jafna möguleika á að njóta eigin atorku og þroska hæfileika sína óháð kyni“. Í 18. gr. laganna segir: „Atvinnurekendur og stéttarfélög skulu vinna markvisst að því að jafna stöðu kynjanna á vinnumarkaði. Atvinnurekendur skulu sérstaklega vinna að því að jafna stöðu kynjanna innan fyrirtækis síns eða stofnunar og stuðla að því að störf flokkist ekki í sérstök kvenna- og karlastörf. Sérstök áhersla skal lögð á að jafna hlut kynjanna í stjórnunar- og áhrifastöðum“. Við sem skrifum þessa grein komum úr jarðvegi stéttarfélaga og okkur þykir við hæfi að fjalla um þau mál er varða jafna stöðu kvenna og karla í samfélagi okkar á þessum tímamótum. Er það þannig í raun að konum og körlum bjóðist jöfn tækifæri í samfélagi okkar? Eru sambærileg laun fyrir sömu vinnu? Eru ævitekjur sambærilegar? Einhverjir vilja svara því til að kynin séu ólík og vart raunhæft að ná fram neinum samanburði að viti. Er það virkilega svo? Hvað var átt við þegar stjórnarskráin var skrifuð og jafn réttur kynjanna samþykktur? Þegar jafnréttismál ber á góma er oft stutt í umræðu um barnauppeldi og samvistir við þau. Við viljum gjarnan að foreldrar taki jafna ábyrgð á uppeldi barna og heimilisstörfum. Samkvæmt tölum Hagstofunnar var meðalfjöldi unninna klukkustunda í maí 2016 44,4 hjá körlum en 37,3 hjá konum. Þessar tölur endurspegla annan...

Read More