Ný stjórn SBU og aðalfundur félagsins 2019

Posted_on apr 19, 2019 | 0 comments

Aðalfundur SBU var haldinn 12.apríl síðastliðinn í Borgartúninu. Á dagskrá voru hefðbundin aðalfundarstörf þar sem Sigrún, formaður, kynnti helstu verkefni stjórnar árið 2018, farið var yfir ársreikninga félagsins og sjóðanna og gengið var frá lagabreytingatillögum. Samþykkt var fjárhagsáætlun fyrirnæsta ár. Kosið var um þrjú stjórnarsæti, formann og tvo stjórnarmenn. Einnig voru kosnir tveir varamenn. Hallfríður Kristjánsdóttir gekk úr stjórn og Helga Halldórsdóttir hætti sem varamaður. Kunnum við þeim hinar bestu þakkir fyrir sín störf í þágu félagsins. Sigrún Guðnadóttir var kosin áfram formaður, Sigrún Júlía Sighvatsdóttir gaf kost á sér áfram og Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar var kosin í stjórn. Hallfríður Kristjánsdóttir og Ívar Ólafsson gáfu kost á sér sem varamenn til eins árs og til tveggja ára. Yfirlit yfir skjöl aðalfundar hér Neðangreindir sitja nú í stjórn SBU og í öðrum hlutverkum: Sigrún Guðnadóttir, formaður Sveinn Ólafsson, varaformaður Óskar Þór Þráinsson, ritari Sigríður Júlía Sighvatsdóttir, gjaldkeri Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar, meðstjórnandi Hallfríður Kristjánsdóttir, varamaður Ívar Ólafsson,...

Read More

Samantekt af námsstefnu ríkissáttasemjara í Borgarnesi 1.-3. október 2018

Posted_on okt 5, 2018 | 0 comments

Þrír fulltrúar SBU fóru til námsstefnu ríkissáttasemjara í Borgarnesi, sem haldin var 1. til 3. október. Þátttakendur voru rúmlega sjötíu talsins og komu frá stéttarfélögum úr öllum geirum og frá SA. Þetta var mikilvægur hluti undirbúnings að kjarasamningagerð, en samningar á almenna markaðnum renna út nú í haust og á hjá opinberum starfsmönnum í lok mars. Það var mál manna á námsstefnunni að gott væri að hittast og fara yfir þessi mál í svona stórum hópi þar sem ólík sjónarmið komu fram. Námsstefnan var haldin einu sinni í vor og á eftir að halda hana tvisvar í haust. Hún er hugsuð til að undirbúa samninganefndir undir vinnu í kjarasamningum. Efni hennar endurspeglar þá vinnu og var farið yfir flest þau atriði sem það snerta. Hér verður ekki sagt frá námsstefnunni í tímaröð, heldur dregið saman það efni sem var farið yfir. Meginþræðir í máli fyrirlesara: Traust er grundvallaratriði. Það er áunnið með því að standa við orð sín, með því að ræða saman og hittast. Til þess þarf að sýna ákveðna berskjöldun og þreifa sig áfram með viðsemjendum til niðurstöðu. Niðurstaða hlýtur að byggjast á sameiginlegum markmiðum. Markmiðasetning í kjaraviðræðum verður að vera skýr. Trúnaður verður að ríkja innan hverrar samninganefndar, við viðsemjendur, við félagsmenn og síðust í röðinni eru aðrir í samfélaginu. Greina þarf frá því hvað er að gerast og að hverju er stefnt eins í þessari röð, enda hafa kjaraviðræður áhrif í öllu samfélaginu. Þrír fyrirlesarar fóru yfir lögfræðileg álitamál. Magnús Norðdahl frá ASÍ og Sara Lind Guðbergsdóttir frá kjara- og mannauðssýslu ríkisins fóru yfir helstu lagaheimildir sem gilda um stéttarfélög og vinnudeilur. Þau röktu hvernig þessi lög urðu til og hver tilgangur þeirra er. Þau gilda um þessa ákveðnu tegund samninga, hópsamninga og eru ólík lagaákvæðum um almenna viðskiptasamninga, enda er staða aðila mjög ólík. Lögin sem gilda um þetta eru fyrst og fremst sátt til að koma í veg fyrir átök og deilur, og skipa þeim átökum sem verða í ákveðinn lögbundinn farveg. Auk þeirra fór Arnar Jónsson héraðsdómari yfir ábyrgð samningamanna, að vinna að því að samningar takist og standa bak við þá niðurstöðu sem fæst, sem kom síðar einnig fram hjá fleiri fyrirlesurum. Hann ræddi einnig ábyrgð samningamanna gagnvart baklandi sínu, viðsemjanda og gagnvart samfélaginu, en það er ólík ábyrgð. Hann ræddi hollustuklemmu, þar sem samningamenn hafa mismunandi skuldbindingar gagnvart baklandi sínu, samninganefnd og viðsemjendum. Í máli Magnúsar kom fram að heimildir til aðgerða geta tekið til mjög lítils hluta félagsmanna og félagið getur látið þá kjósa um þær aðgerðir. Þær geta tekið til tiltekinna starfa, tiltekins tíma sólarhrings, tiltekinna hverfa eða svæða eða sem yfirvinnubann. Það þarf að vera afar skýrt í verkfallsboðun hverjir taki þátt í verkfalli og gegn hverjum verkfallið...

Read More

Námskeið á vegum BHM á Ísafirði – vorönn 2018

Posted_on mar 26, 2018 | 0 comments

Að venju býður BHM félagsmönnum aðildarfélaga vestan heiða upp á námskeið í samstarfi við Ísafjörð. Opnað verður fyrir skráningar kl. 12:00 miðvikudaginn 28. mars nk. Eftirtalin námskeið verða í boði á Ísafirði nú í  vor. Sem fyrr þarf að skrá þátttöku fyrirfram á vef BHM. Athugið að fjöldi þátttakenda er takmarkaður – fyrst koma, fyrst fá. Fundarsköp og fundarstjórnun Tími: Þriðjudaginn 24. apríl kl. 13:00‒16:00  Umsjón/leiðbeinandi: Viktor Ómarsson, JCI á Íslandi  Lýsing: Þetta er tilvalið námskeið fyrir alla þá sem sitja fundi og eru þreyttir á hversu miklum tíma er sóað. Farið er yfir öll grundvallaratriði fundarskapa og þátttakendur fá tækifæri til að framfylgja réttum fundarsköpum og stjórna fundum samkvæmt þeim. Farið er í meðhöndlun breytingartillagna hverskonar, úrskurði deilumála o.fl. Tilgangurinn er að þjálfa þátttakendur í að taka virkan þátt í fundarstörfum og tryggja markvissan og góðan...

Read More

Aðalfundur BHM 2018

Posted_on mar 20, 2018 | 0 comments

Heil og sæl kæru félagsmenn. Senn líður að aðalfundi BHM sem haldinn verður þann 8. maí nk. Meðfylgjandi er auglýsing þar sem óskað er eftir áhugasömum félagsmönnum til að taka þátt í að byggja BHM upp til framtíðar. Í auglýsingunni kemur jafnframt fram hvaða embætti eru laus. Hafir þú áhuga er þér bent á að hafa samband við aðildarfélag þitt fyrir 4. apríl...

Read More

Niðurstöður atkvæðagreiðslu um breytingar á kjarasamningi SBU við Ríkið

Posted_on feb 19, 2018 | 0 comments

Atkvæðagreiðsla um breytingar og framlengingu á kjarasamningi við ríkið sem undirritaður var 2.febrúar 2018 var gerð af Maskínu fyrir Stéttarfélag bókasafns- og upplýsingafræðinga. Atkvæðagreiðslan fór fram dagana 9.-16.febrúar á rafrænan hátt. Alls voru 107 manns á kjörskrá og 72 af þeim greiddu atkvæði eða 67,3%. Af þeim sem greiddu atkvæði voru 70,8% (51) sem sögðu „Já, ég samþykki“, 22,2% (16) sem sögðu „Nei, ég samþykki ekki“ og 6,9% (5) sem skiluðu auðu. Samningurinn telst því samþykktur. Sjá samning...

Read More